logo

Eignarhaldsfélagið Aron ehf.
var stofnað árið 2002
um

stóðhestinn Aron frá Strandarhöfði

 

Gangmál í sumar

                                                                                                                                                                                                                     

Aron2010

 

Ekki verður tekið á móti neinum hryssum á húsmáli undir klárinn.  Í stað þess verða tvö gangmál úti, sem fyrr í Austvaðsholti, eitt sem hefst 1.júní og annað 6 vikum síðar um miðjan júlí, nánari dagsetning verður gefin út seinna.  Við drögum upp á nýtt þannig að þið fáið send ný blöð sem verða þá annað hvort á fyrra eða seinna tímabil.

Ráðlegt er að koma með frjósamar hryssur og fái þær ekki eftir eitt tímabil er ráðlegra að taka þær frá honum og fara með þær í aðra hesta, sérstaklega ef ykkur er annt um að þær fái. 

Því miður er nauðsynlegt að breyta fyrirkomulaginu og nauðsynlegt einnig að þeir sem koma með hryssur séu upplýstir um að öryggi með fyl sé ekki mikið og því á þeirra ábyrgð að taka áhættuna.   

Ég sendi á næstu dögum út tollablöðin með upplýsingum um hvort gangmálið hver fær, ég skipti því þannig að helmingur sá á hvoru gangmáli svo það verði svipað magn af hryssum hjá honum í hvort skipti.

 

Seinna gangmál hefst 28.júlí

Vorbodi-haus

 

Af Aroni er allt gott að frétta, hann er í góðu yfirlæti að vanda í Austvaðsholti að sinna hryssum. Eftirspurn er töluverð og mikið spurt um klárinn og undir hann hafa komið þó nokkuð af aðkomuhryssum, því hesturinn kynnir sig mjög vel í gegnum afkvæmi sín. Upphafleg áætlun á skiptum í hólfi var 25. Júlí.  Því miður gengur sú dagsetning ekki þar sem við erum þá í Reykjavík á Íslandsmóti í hestaíþróttum.  Þannig að við frestum skiptum í hólfinu og sónar til mánudags 28. júlí. Þá óskast hryssur úr fyrra gangmáli sóttar og hryssur sem koma eiga í það seinna að mæta.

Aron fer í girðingu 20.júní

istolt2010aron

Aron er kominn á fullt í vinnuna á húsgangmáli, hann lítur vel út og er snöggur og duglegur, nú er bara að vona að útkoman verði samkvæmt því.
Áætlað er að hann fari í girðingu þann 20. Júní í Austvaðsholti eins og vant er.  Ragnheiður tekur á móti hryssum og er síminn hjá henni 8650027.
Áætlað er svo að sóna frá honum 5 vikum síðar og skipta þá í hólfinu hjá honum, það yrði þá 24. Júlí.
Muna að koma með tollablaðið útfyllt og gera hagagönguna upp, helst við afhendingu hryssnanna í Austvaðsholti.

Who's Online

We have 5 guests and no members online

Efstur fyrir byggingu

FafnirFraThoroddsstodumFáfnir frá Þóroddstöðum er efstur af Aronsafkvæmum fyrir byggingu með einkunnina 8,59. Móðir hans er 1.v. hryssan Klukka frá Þóroddstöðum en hún er undan Þorra frá Þúfu og Áslaugu frá Laugarvatni. Myndin er af stodhestar.com

Efstur fyrir hæfileika

oliverEfstur fyrir hæfileika af Aronsafkvæmum er Olíver frá Kvistum með einkunnina 8,93. Móðir hans er 1.v. hryssan Orka frá Hvammi sem er undan Löpp frá Hvammi og Otri frá Sauðárkróki. 

Efstur í aðaleinkunn

OlíverOlíver frá Kvistum er líka efstur í aðaleinkunn með einkunnina 8,67. Olíver er frábær hestur sem hefur hlotið 8,07 í fimmgangi á Sænska Meistaramótinu 2013.

Go to top